
Í síðustu viku var kynnt að viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra ásamt ráðgjafa 18 lífeyrissjóða hefði mótað tillögur um uppgjör HFF-bréfa svokallaðra, sem greiða mun fyrir slitum ÍL-sjóðs (áður Íbúðalánasjóðs). Kröfur samkvæmt HFF-bréfum eru í uppgjörinu metnar á 651,4 milljarða króna en mikið hefur verið fjallað um málefni sjóðsins að undanförnu. Ríkissjóður er ábyrgðaraðili sjóðsins og helstu kröfuhafar lífeyrissjóðir landsins.
Morgunblaðið leitaði til Ólafs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Birtu lífeyrissjóðs, um viðræðurnar en Birta er einn þeirra lífeyrissjóða sem um ræðir:
„Staðreyndin er sú að þeir ráðgjafar sem leiddu viðræðurnar fyrir hönd 18 sjóða gátu ekki og máttu ekki nema að mjög takmörkuðu leyti ráðfæra sig við lífeyrissjóðina um málið. Það leiðir af eðli málsins, sem er að þrátt fyrir lítil viðskipti
...