Uppgjör Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs.
Upp­gjör Ólaf­ur Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri Birtu líf­eyr­is­sjóðs.

Í síðustu viku var kynnt að viðræðunefnd fjár­mála- og efna­hags­ráðherra ásamt ráðgjafa 18 líf­eyr­is­sjóða hefði mótað til­lög­ur um upp­gjör HFF-bréfa svo­kallaðra, sem greiða mun fyr­ir slit­um ÍL-sjóðs (áður Íbúðalána­sjóðs). Kröf­ur sam­kvæmt HFF-bréf­um eru í upp­gjör­inu metn­ar á 651,4 millj­arða króna en mikið hef­ur verið fjallað um mál­efni sjóðsins að und­an­förnu. Rík­is­sjóður er ábyrgðaraðili sjóðsins og helstu kröfu­haf­ar líf­eyr­is­sjóðir lands­ins.

Morg­un­blaðið leitaði til Ólafs Sig­urðsson­ar, fram­kvæmda­stjóra Birtu líf­eyr­is­sjóðs, um viðræðurn­ar en Birta er einn þeirra líf­eyr­is­sjóða sem um ræðir:

„Staðreynd­in er sú að þeir ráðgjaf­ar sem leiddu viðræðurn­ar fyr­ir hönd 18 sjóða gátu ekki og máttu ekki nema að mjög tak­mörkuðu leyti ráðfæra sig við líf­eyr­is­sjóðina um málið. Það leiðir af eðli máls­ins, sem er að þrátt fyr­ir lít­il viðskipti

...