Ég horfði á fyrsta þátt­inn af Ado­lescence á mánu­dag­inn síðasta, en þætt­irn­ir eru sýnd­ir á streym­isveit­unni Net­flix. Ég var þreytt­ur eft­ir erfiða helgi og hafði hugsað mér að horfa á einn þátt og halda svo í svefn en þau plön fóru al­gjör­lega út um þúfur
Sorg Stephen Graham leikur föður Jamie.
Sorg Stephen Gra­ham leik­ur föður Jamie. — Ljós­mynd/​Net­flix

Bjarni Helga­son

Ég horfði á fyrsta þátt­inn af Ado­lescence á mánu­dag­inn síðasta, en þætt­irn­ir eru sýnd­ir á streym­isveit­unni Net­flix. Ég var þreytt­ur eft­ir erfiða helgi og hafði hugsað mér að horfa á einn þátt og halda svo í svefn en þau plön fóru al­gjör­lega út um þúfur. Ég gat ekki hætt og endaði á því að horfa á alla serí­una. Þætt­irn­ir fjalla um hinn þrett­án ára gamla Jamie Miller.

Í fyrsta atriðinu ráðast lög­reglu­menn inn á heim­ili Jamie og fjöl­skyldu hans og hand­taka hann fyr­ir að myrða skóla­syst­ur sína. Hann held­ur all­an tím­ann fram sak­leysi sínu en sönn­un­ar­gögn­in eru yfirþyrm­andi. Fjöl­skylda Jamie flétt­ast inn í at­b­urðarás­ina og er óhætt að segja að um mik­inn harm­leik sé að ræða. Rann­sókn­ar­lög­reglumaður­inn Luke Bascom­be leiðir rann­sókn máls­ins og hon­um er sjálf­um kippt harka­lega niður á jörðina í þátt­in­um

...