
Bergur Þorri Benjamínsson/Theódór Skúli Sigurðsson
Reykjavíkurflugvöllur hefur í áratugi gegnt lykilhlutverki í íslensku heilbrigðiskerfi. Fyrir íbúa landsbyggðarinnar, þar sem sérhæfð heilbrigðisþjónusta er oft af skornum skammti, getur sjúkraflug skipt sköpum. Staðsetning flugvallarins í miðborg Reykjavíkur tryggir skjótan aðgang að Landspítalanum, stærsta sjúkrahúsi landsins, og skapar þannig lífsnauðsynlegt öryggisnet fyrir þá sem þurfa á bráðri læknishjálp að halda.
Lífsbjargandi þjónusta
Á hverju ári eru farin hundruð sjúkrafluga frá landsbyggðinni til Reykjavíkur. Í mörgum tilvikum skiptir hver mínúta máli – hvort sem um er að ræða alvarleg slys, hjartaáföll eða fyrirburafæðingar. Sjúkraflugvélar þurfa að lenda sem næst sjúkrahúsinu til að lágmarka flutningstíma sjúklinga, en tafir vegna langra
...