Á síðasta ári var farið í 943 sjúkra­flug, með 973 sjúk­linga. Það er aukn­ing um 3% í sjúkra­flug­um á milli ár­anna 2023 og 2024.
Bergur Þorri Benjamínsson
Berg­ur Þorri Benja­míns­son

Berg­ur Þorri Benja­míns­son/​Theó­dór Skúli Sig­urðsson

Reykja­vík­ur­flug­völl­ur hef­ur í ára­tugi gegnt lyk­il­hlut­verki í ís­lensku heil­brigðis­kerfi. Fyr­ir íbúa lands­byggðar­inn­ar, þar sem sér­hæfð heil­brigðisþjón­usta er oft af skorn­um skammti, get­ur sjúkra­flug skipt sköp­um. Staðsetn­ing flug­vall­ar­ins í miðborg Reykja­vík­ur trygg­ir skjót­an aðgang að Land­spít­al­an­um, stærsta sjúkra­húsi lands­ins, og skap­ar þannig lífs­nauðsyn­legt ör­ygg­is­net fyr­ir þá sem þurfa á bráðri lækn­is­hjálp að halda.

Lífs­bjarg­andi þjón­usta

Á hverju ári eru far­in hundruð sjúkra­fluga frá lands­byggðinni til Reykja­vík­ur. Í mörg­um til­vik­um skipt­ir hver mín­úta máli – hvort sem um er að ræða al­var­leg slys, hjarta­áföll eða fyr­ir­burafæðing­ar. Sjúkra­flug­vél­ar þurfa að lenda sem næst sjúkra­hús­inu til að lág­marka flutn­ings­tíma sjúk­linga, en taf­ir vegna langra

...