
1. c4 c5 2. b3 Rf6 3. Bb2 d5 4. cxd5 Rxd5 5. Rf3 Rc6 6. Rc3 e5 7. e3 Rxc3 8. Bxc3 Bd6 9. Bb5 Bd7 10. Db1 De7 11. Bd3 h6 12. 0-0 0-0 13. g3 Bh3 14. He1 Dd7 15. Rh4 Re7 16. f4 Rc6 17. f5 Be7 18. Rf3 Bf6 19. Be4 Hfe8 20. Dc2 Hac8 21. Kh1 Bg4 22. Rg1 Rd4 23. exd4 exd4 24. Dd3
Staðan kom upp í efstu deild Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Rimaskóla. Enski alþjóðlegi meistarinn Jonah Willow (2.459) hafði svart gegn sænska stórmeistaranum Slavko Cicak (2.493). 24. … Hxe4! 25. Hxe4 hvítur hefði einnig tapað eftir 25. Dxe4 Bxf5. 25. … Bxf5 26. Hae1 dxc3 27. Dxd7 Bxd7 og hvítur gafst upp enda taflið gjörtapað eftir til dæmis 28. dxc3 Bc6 29. Rf3 Bxc3. EM einstaklinga í opnum flokki heldur áfram í dag í Rúmeníu en tveir íslenskir skákmenn eru þar á meðal keppenda, sjá nánari upplýsingar um mótið á skak.is.