
Guðrún Hafsteinsdóttir
Á nýliðnum landsfundi naut ég þess trausts að vera kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins. Það er mér mikill heiður og ábyrgð sem ég tek við af auðmýkt og af festu. Ég heiti því að vinna af krafti, áræði og skýrri sýn með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi.
Landsfundurinn var hinn stærsti i sögu flokksins. Nú er mikilvægt að sjálfstæðismenn standi saman, stétt með stétt, og fylki sér um skýra framtíðarsýn flokksins. Markmiðið er skýrt: Við ætlum að efla og stækka flokkinn á landsvísu, tryggja trausta stjórnun í sveitarfélögum um allt land og sýna að sjálfstæðisstefnan skilar árangri.
Sjálfstæðisflokkurinn á að vera fyrsti kostur allra þeirra sem trúa á frelsi, ábyrgð og framfarir. Við ætlum ekki að staðna – við ætlum að sækja fram. Við ætlum að tryggja að
...