Við ætl­um að efla og stækka flokk­inn á landsvísu, tryggja trausta stjórn­un í sveit­ar­fé­lög­um um allt land og sýna að sjálf­stæðis­stefn­an skil­ar ár­angri.
Guðrún Hafsteinsdóttir
Guðrún Haf­steins­dótt­ir

Guðrún Haf­steins­dótt­ir

Á nýliðnum lands­fundi naut ég þess trausts að vera kjör­in formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. Það er mér mik­ill heiður og ábyrgð sem ég tek við af auðmýkt og af festu. Ég heiti því að vinna af krafti, áræði og skýrri sýn með hags­muni þjóðar­inn­ar að leiðarljósi.

Lands­fund­ur­inn var hinn stærsti i sögu flokks­ins. Nú er mik­il­vægt að sjálf­stæðis­menn standi sam­an, stétt með stétt, og fylki sér um skýra framtíðar­sýn flokks­ins. Mark­miðið er skýrt: Við ætl­um að efla og stækka flokk­inn á landsvísu, tryggja trausta stjórn­un í sveit­ar­fé­lög­um um allt land og sýna að sjálf­stæðis­stefn­an skil­ar ár­angri.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn á að vera fyrsti kost­ur allra þeirra sem trúa á frelsi, ábyrgð og fram­far­ir. Við ætl­um ekki að staðna – við ætl­um að sækja fram. Við ætl­um að tryggja að

...