Mál Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur, frá­far­andi barna- og mennta­málaráðherra, eru í há­mæli um þess­ar mund­ir. Hver verður eft­ir­leik­ur­inn? Er rík­is­stjórn­in í hættu? Í nýj­asta þætti Spurs­mála er leitað svara við þess­um spurn­ing­um og fleir­um.

Stjórn­ar­and­stöðuþing­menn­irn­ir Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir og Snorri Más­son ræða póli­tík­ina út frá þeirri stöðu sem þar rík­ir nú eft­ir af­sögn ráðherr­ans.

Að þeirri umræðu lok­inni mæta lög­menn­irn­ir Sig­urður G. Guðjóns­son og Árni Helga­son til að ræða óvenju­leg fast­eignaviðskipti Ásthild­ar Lóu en á dög­un­um tapaði hún dóms­máli gegn rík­inu.

Í lok þátt­ar mæt­ir til leiks Guðni Ágústs­son, fv. formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, og ræðir um grein sem hann skrifaði í síðustu viku þar sem hann kall­ar eft­ir end­ur­reisn flokks­ins.