
Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, eru í hámæli um þessar mundir. Hver verður eftirleikurinn? Er ríkisstjórnin í hættu? Í nýjasta þætti Spursmála er leitað svara við þessum spurningum og fleirum.
Stjórnarandstöðuþingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir og Snorri Másson ræða pólitíkina út frá þeirri stöðu sem þar ríkir nú eftir afsögn ráðherrans.
Að þeirri umræðu lokinni mæta lögmennirnir Sigurður G. Guðjónsson og Árni Helgason til að ræða óvenjuleg fasteignaviðskipti Ásthildar Lóu en á dögunum tapaði hún dómsmáli gegn ríkinu.
Í lok þáttar mætir til leiks Guðni Ágústsson, fv. formaður Framsóknarflokksins, og ræðir um grein sem hann skrifaði í síðustu viku þar sem hann kallar eftir endurreisn flokksins.