
Þóra Hafdís Þórarinsdóttir fæddist 30. maí 1938. Hún lést 28. desember 2024.
Útför hennar fór fram 3. mars 2025.
Elsku Þóra, allt af svo falleg og góð, mér finnst svo leitt að fá ekki að heyra í henni, þó ekki væri nema einu sinni enn. Það var alltaf svo uppörvandi og gott að tala við hana, því hún var gædd þeim eiginleikum að sjá jákvæðar hliðar í hinum ýmsu kringumstæðum lífsins. Ég hugsaði oft eftir samtöl okkar, hversu mikilvægt það væri að tileinka sér slíkt hugarfar og hversu mikil gæfa það væri að eldast með þannig hugarfar í fyrirrúmi. Þóra var mikil húsmóðir og hannyrðakona, en fyrst og fremst var hún manneskja sem lét sér annt um sína nánustu. Í gegnum erfiðleika og áföll sýndi hún æðruleysi og þrautseigju. Ég er ævilangt þakklát þeim Þóru og Kristjáni frænda mínum fyrir þá hlýju og umhyggju sem þau sýndu mér, ekki síst þegar ég
...