Þóra Haf­dís Þór­ar­ins­dótt­ir fædd­ist 30. maí 1938. Hún lést 28. des­em­ber 2024.

Útför henn­ar fór fram 3. mars 2025.

Elsku Þóra, allt af svo fal­leg og góð, mér finnst svo leitt að fá ekki að heyra í henni, þó ekki væri nema einu sinni enn. Það var alltaf svo uppörv­andi og gott að tala við hana, því hún var gædd þeim eig­in­leik­um að sjá já­kvæðar hliðar í hinum ýmsu kring­um­stæðum lífs­ins. Ég hugsaði oft eft­ir sam­töl okk­ar, hversu mik­il­vægt það væri að til­einka sér slíkt hug­ar­far og hversu mik­il gæfa það væri að eld­ast með þannig hug­ar­far í fyr­ir­rúmi. Þóra var mik­il hús­móðir og hannyrðakona, en fyrst og fremst var hún mann­eskja sem lét sér annt um sína nán­ustu. Í gegn­um erfiðleika og áföll sýndi hún æðru­leysi og þraut­seigju. Ég er ævi­langt þakk­lát þeim Þóru og Kristjáni frænda mín­um fyr­ir þá hlýju og um­hyggju sem þau sýndu mér, ekki síst þegar ég

...