
Jóhann Berg Guðmundsson var í gær kallaður inn í landsliðshópinn í fótbolta fyrir seinni leikinn við Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Jóhann kemur inn í hópinn í staðinn fyrir Mikael Anderson sem dró sig úr hópnum vegna meiðsla.
Miðjumaðurinn hefur skorað átta mörk í 99 leikjum og fær því tækifæri til að verða fimmti leikmaðurinn til að spila 100 landsleiki fyrir Ísland á eftir Birki Bjarnasyni (113), Aroni Einari Gunnarssyni (105), Rúnari Kristinssyni (104) og Birki Má Sævarssyni (103).
Valgeir Lunddal Friðriksson er einnig klár í slaginn á morgun en Valgeir var ekki með liðinu í fyrri leiknum, þar sem hann hefur verið tæpur vegna meiðsla. Valgeir hefur æft af fullum krafti undanfarna daga.
Allir leikmennirnir sem léku fyrri leikinn
...