Spánn Jóhann Berg Guðmundsson kátur á landsliðsæfingu á Spáni í gær.
Spánn Jó­hann Berg Guðmunds­son kát­ur á landsliðsæfingu á Spáni í gær. — Ljós­mynd/​KSÍ

Jó­hann Berg Guðmunds­son var í gær kallaður inn í landsliðshóp­inn í fót­bolta fyr­ir seinni leik­inn við Kó­sovó í um­spili um sæti í B-deild Þjóðadeild­ar­inn­ar. Jó­hann kem­ur inn í hóp­inn í staðinn fyr­ir Mika­el And­er­son sem dró sig úr hópn­um vegna meiðsla.

Miðjumaður­inn hef­ur skorað átta mörk í 99 leikj­um og fær því tæki­færi til að verða fimmti leikmaður­inn til að spila 100 lands­leiki fyr­ir Ísland á eft­ir Birki Bjarna­syni (113), Aroni Ein­ari Gunn­ars­syni (105), Rún­ari Krist­ins­syni (104) og Birki Má Sæv­ars­syni (103).

Val­geir Lund­dal Friðriks­son er einnig klár í slag­inn á morg­un en Val­geir var ekki með liðinu í fyrri leikn­um, þar sem hann hef­ur verið tæp­ur vegna meiðsla. Val­geir hef­ur æft af full­um krafti und­an­farna daga.

All­ir leik­menn­irn­ir sem léku fyrri leik­inn

...