Ný konsertharpa Elísabet Waage hörpuleikari mun spila á hörpuna.
Ný konsert­harpa Elísa­bet Waage hörpu­leik­ari mun spila á hörp­una.

Í til­efni þess að Hof hef­ur eign­ast konsert­hörpu verða sér­stak­ir hörpu­tón­leik­ar haldn­ir þar á morg­un, sunnu­dag­inn 23. mars, klukk­an 16. Seg­ir í til­kynn­ingu að tón­leik­arn­ir séu til þess gerðir að kynna hljóðfærið for­vitn­um tón­listaráhuga­mönn­um.

„Orðið Harpa hef­ur marg­vís­lega merk­ingu. Harpa er vorið. Harpa er skáld­gáf­an. Harpa er fag­ur­lega formað hljóðfæri margra strengja. Og nú kem­ur harp­an norður.“ Á tón­leik­un­um leik­ur ­Elísa­bet Waage hörpu­leik­ari ásamt fé­lög­um í Sin­fón­íu­hljóm­sveit Norður­lands en á efn­is­skránni verður meðal ann­ars Dans­es sacrée et ­profa­ne eft­ir Debus­sy fyr­ir hörpu og strengja­sveit.