Vettvangur
Björn Bjarnason
bjorn@bjorn.is
Fréttir eru oftast um mál eða atvik sem valda ekki endilega þáttaskilum. Þar er lýst gangi hluta í þekktum farvegi eða atvikum sem kalla á athygli þá stundina. Í vikunni sem nú er að líða var skýrt frá niðurstöðu í stóru hagsmunamáli þjóðarinnar sem unnið hefur verið að áratugum saman og markar tímamót.
Samkvæmt hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna (SÞ) ræður strandríki sjálfkrafa yfir landgrunni (þ.e. botni og neðri jarðlögum) í efnahagslögsögu sinni út að 200 sjómílum frá grunnlínum, hvort sem ríkið nýtir þennan rétt eða ekki. Í sáttmálanum er jafnframt gert ráð fyrir að strandríki geti eignast rétt til yfirráða á landgrunni utan 200 mílna.
...