Hér er því lýst að alþjóðalög gera smáþjóð með sterk rök að vopni kleift að auka yf­ir­ráðarétt sinn. Gæsla svæðis­ins er vanda­söm.

Vett­vang­ur

Björn Bjarna­son

bjorn@bjorn.is

Frétt­ir eru oft­ast um mál eða at­vik sem valda ekki endi­lega þátta­skil­um. Þar er lýst gangi hluta í þekkt­um far­vegi eða at­vik­um sem kalla á at­hygli þá stund­ina. Í vik­unni sem nú er að líða var skýrt frá niður­stöðu í stóru hags­muna­máli þjóðar­inn­ar sem unnið hef­ur verið að ára­tug­um sam­an og mark­ar tíma­mót.

Sam­kvæmt haf­rétt­ar­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna (SÞ) ræður strand­ríki sjálf­krafa yfir land­grunni (þ.e. botni og neðri jarðlög­um) í efna­hagslög­sögu sinni út að 200 sjó­míl­um frá grunn­lín­um, hvort sem ríkið nýt­ir þenn­an rétt eða ekki. Í sátt­mál­an­um er jafn­framt gert ráð fyr­ir að strand­ríki geti eign­ast rétt til yf­ir­ráða á land­grunni utan 200 mílna.

...