
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég kom fyrst til Íslands fyrir 38 árum, en það stóð ekki til að setjast hér að, ég kom til að læra íslensku og ætlaði að staldra við í þrjú ár, en hér er ég enn,“ segir Stanislaw Bartoszek, málfræðingur og skjalaþýðandi, sem fæddur er og uppalinn í Póllandi. Hann segir áhuga sinn á Norðurlöndum hafa vaknað þegar hann var í framhaldsskóla og koma m.a. til af því að hann þoli illa hita og sé með frjóofnæmi. Kuldinn í norðri henti honum því vel.
„Ég hef mikinn áhuga á tungumálum og ég var með meistaragráðu í norsku þegar ég kom hingað fyrst. Ég var enskukennari um tíma í Póllandi og þar sem konan mín er þjóðháttafræðingur störfuðum við um tíma á útiminjasafni í austurhluta Póllands þar sem ég var fræðslustjóri og þýðandi. Ég fékk styrk til að
...