Ég kom fyrst til Íslands fyr­ir 38 árum, en það stóð ekki til að setj­ast hér að, ég kom til að læra ís­lensku og ætlaði að staldra við í þrjú ár, en hér er ég enn,“ seg­ir Stan­islaw Bartoszek, mál­fræðing­ur og skjalaþýðandi, sem fædd­ur er og upp­al­inn í Póllandi
Stanislaw „Hugmyndin um að læra íslensku kviknaði í Noregi, þar sem ég kynntist nokkrum Íslendingum.“
Stan­islaw „Hug­mynd­in um að læra ís­lensku kviknaði í Nor­egi, þar sem ég kynnt­ist nokkr­um Íslend­ing­um.“ — Morg­un­blaðið/Á​rni Sæ­berg

Krist­ín Heiða Krist­ins­dótt­ir

khk@mbl.is

Ég kom fyrst til Íslands fyr­ir 38 árum, en það stóð ekki til að setj­ast hér að, ég kom til að læra ís­lensku og ætlaði að staldra við í þrjú ár, en hér er ég enn,“ seg­ir Stan­islaw Bartoszek, mál­fræðing­ur og skjalaþýðandi, sem fædd­ur er og upp­al­inn í Póllandi. Hann seg­ir áhuga sinn á Norður­lönd­um hafa vaknað þegar hann var í fram­halds­skóla og koma m.a. til af því að hann þoli illa hita og sé með frjóof­næmi. Kuld­inn í norðri henti hon­um því vel.

„Ég hef mik­inn áhuga á tungu­mál­um og ég var með meist­ara­gráðu í norsku þegar ég kom hingað fyrst. Ég var ensku­kenn­ari um tíma í Póllandi og þar sem kon­an mín er þjóðhátta­fræðing­ur störfuðum við um tíma á úti­m­inja­safni í aust­ur­hluta Pól­lands þar sem ég var fræðslu­stjóri og þýðandi. Ég fékk styrk til að

...