Torfi Þorkell Guðbrands­son fædd­ist 22. mars 1923 á Hey­dalsá í Stein­gríms­firði og ólst þar upp. For­eldr­ar hans voru Guðbrand­ur Björns­son, f. 1889, d. 1946, og Ragn­heiður Guðmunds­dótt­ir, f. 1894, d. 1972.

Torfi lauk kenn­ara­prófi frá Kenn­ara­skóla Íslands 1951. Hann kenndi víða og var síðan skóla­stjóri við Heima­vist­ar­skól­ann á Finn­boga­stöðum í Árnes­hreppi 1955-83. Hann flutti þá til Reykja­vík­ur og starfaði við aðal­banka Búnaðarbank­ans 1984-93.

Torfi gegndi ýms­um trúnaðar­störf­um um æv­ina, lék á harmonikku og org­el og var org­an­isti í Árnes­hreppi all­an tím­ann sem hann var skóla­stjóri. Hann var for­ystumaður sveit­ar­inn­ar í menn­ing­ar­mál­um.

Torfi skrifaði m.a. sög­ur skól­anna á Hey­dalsá, Finn­boga­stöðum og Drangs­nesi og fleiri þætti í byggðasögu Stranda­sýslu, Strand­ir I-III. Þá ritaði hann end­ur­minn­ing­ar sín­ar, Strandamaður seg­ir frá, sem Vest­firska for­lagið gaf út í tveim­ur bind­um, 2000 og 2001.

Eig­in­kona Torfa var Aðal­björg Al­berts­dóttr, f. 1934, d. 2020, ráðskona

...