
Torfi Þorkell Guðbrandsson fæddist 22. mars 1923 á Heydalsá í Steingrímsfirði og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Guðbrandur Björnsson, f. 1889, d. 1946, og Ragnheiður Guðmundsdóttir, f. 1894, d. 1972.
Torfi lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1951. Hann kenndi víða og var síðan skólastjóri við Heimavistarskólann á Finnbogastöðum í Árneshreppi 1955-83. Hann flutti þá til Reykjavíkur og starfaði við aðalbanka Búnaðarbankans 1984-93.
Torfi gegndi ýmsum trúnaðarstörfum um ævina, lék á harmonikku og orgel og var organisti í Árneshreppi allan tímann sem hann var skólastjóri. Hann var forystumaður sveitarinnar í menningarmálum.
Torfi skrifaði m.a. sögur skólanna á Heydalsá, Finnbogastöðum og Drangsnesi og fleiri þætti í byggðasögu Strandasýslu, Strandir I-III. Þá ritaði hann endurminningar sínar, Strandamaður segir frá, sem Vestfirska forlagið gaf út í tveimur bindum, 2000 og 2001.
Eiginkona Torfa var Aðalbjörg Albertsdóttr, f. 1934, d. 2020, ráðskona
...