Ragna Stein­unn Eyj­ólfs­dótt­ir var fædd 8. júlí 1936. Ragna lést 21. fe­brú­ar 2025.

Útför fór fram 1. mars 2025.

Elsku mamma.

Nú ert þú búin að kveðja okk­ur. Það er mik­ill söknuður þó að við viss­um hvað í stefndi. Það er hugg­un að vita að þú kveiðst því ekki að fara frá þess­um stað því þú sagðir að það biði þín fullt af þínu fólki á næsta stað. Þú varst búin að kveðja alla þína nán­ustu og búin að gefa út síðustu bók­ina þína og mér fannst eins og þér fynd­ist þínu verki lokið hér.

Ég er þér og pabba inni­lega þakk­lát­ur fyr­ir að hafa al­ist upp hjá ykk­ur. Okk­ar bestu stund­ir ef­laust í sveit­inni en þú sagðir alltaf að ég myndi enda sem bóndi. Það fór þó ekki al­veg svo þó ég hefði al­veg getað hugsað mér það. Þú kennd­ir mér að vera alltaf góður við bæði menn og dýr og

...