
Stefán Vagn Stefánsson
Skýrsla fjármálaráðherra um langtímahorfur í efnahags- og opinberum fjármálum var birt á dögunum. Skýrslan er mikilvæg undirstaða fyrir umræður á Alþingi um efnahagsmál þjóðarinnar og stuðlar að betri yfirsýn yfir áskoranir í fjármálum hins opinbera. Í því samhengi er mikilvægt að hafa í huga að fjármálastefna ríkisstjórnarinnar, sem brátt verður lögð fram á Alþingi, verður að taka eins og kostur er mið af þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir til lengri tíma. Svo er þó ekki.
Engin innviðaskuld?
Í fyrsta lagi er í skýrslu fjármálaráðherra lítið sem ekkert fjallað um svokallaða innviðaskuld og hina tímabæru uppbyggingu innviða sem mun óhjákvæmilega standa yfir næstu ár og jafnvel áratugi. Þessi uppbygging mun kosta tugi milljarða króna á ári ef vel á að vera. Vandað mat á þróun útgjalda
...