Grein­in varðar skýrslu fjár­málaráðherra um lang­tíma­horf­ur í efna­hags­mál­um. Gagn­rýnt er að lyk­il óvissuþætt­ir koma hvergi fram í skýrsl­unni.
Stefán Vagn Stefánsson
Stefán Vagn Stef­áns­son

Stefán Vagn Stef­áns­son

Skýrsla fjár­málaráðherra um lang­tíma­horf­ur í efna­hags- og op­in­ber­um fjár­mál­um var birt á dög­un­um. Skýrsl­an er mik­il­væg und­ir­staða fyr­ir umræður á Alþingi um efna­hags­mál þjóðar­inn­ar og stuðlar að betri yf­ir­sýn yfir áskor­an­ir í fjár­mál­um hins op­in­bera. Í því sam­hengi er mik­il­vægt að hafa í huga að fjár­mála­stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem brátt verður lögð fram á Alþingi, verður að taka eins og kost­ur er mið af þeim áskor­un­um sem við stönd­um frammi fyr­ir til lengri tíma. Svo er þó ekki.

Eng­in innviðaskuld?

Í fyrsta lagi er í skýrslu fjár­málaráðherra lítið sem ekk­ert fjallað um svo­kallaða innviðaskuld og hina tíma­bæru upp­bygg­ingu innviða sem mun óhjá­kvæmi­lega standa yfir næstu ár og jafn­vel ára­tugi. Þessi upp­bygg­ing mun kosta tugi millj­arða króna á ári ef vel á að vera. Vandað mat á þróun út­gjalda

...