Meðal þess fjöl­marga sem rýrt hef­ur trú­verðug­leika Flokks fólks­ins þannig að ekk­ert er eft­ir er svik flokks­ins í Evr­ópu­mál­um. Fram­bjóðend­ur flokks­ins stilltu sér fyr­ir kosn­ing­ar upp sem ein­um ein­dregn­ustu and­stæðing­um aðild­ar að Evr­ópu­sam­band­inu en…
Ingibjörg Isaksen
Ingi­björg Isak­sen

Meðal þess fjöl­marga sem rýrt hef­ur trú­verðug­leika Flokks fólks­ins þannig að ekk­ert er eft­ir er svik flokks­ins í Evr­ópu­mál­um. Fram­bjóðend­ur flokks­ins stilltu sér fyr­ir kosn­ing­ar upp sem ein­um ein­dregn­ustu and­stæðing­um aðild­ar að Evr­ópu­sam­band­inu en stukku svo hik­laust um borð í Evr­ópu­hraðlest Viðreisn­ar og Sam­fylk­ing­ar þegar færi gafst.

Ingi­björg Isak­sen, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, spurði Ingu Sæ­land, formann Flokks fólks­ins, á Alþingi út í fyr­ir­hugaða þjóðar­at­kvæðagreiðslu um inn­göngu Íslands í ESB og hvort Inga styddi að henni yrði flýtt.

Formaður flokks fólks­ins sagði skringi­leg­an mis­skiln­ing í gangi, í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni væri ekki verið að greiða at­kvæði um inn­göngu í ESB held­ur um það hvort hefja ætti „aðild­ar­viðræður“.

Þenn­an blekk­ing­ar­leik leiðrétti Ingi­björg

...