Vísindin eru mögnuð og hafa rutt úr vegi ýmsum bábiljum. Enn er þó margt óvitað og uppgötvanir gerðar, sem snúa hinu viðtekna á hvolf.
Frá því að James Webb-geimsjónaukinn var tekinn í notkun árið 2022 hafa fundist bjartari og þróaðri sólkerfi en vitað var og mun fleiri en vísindamenn áttu von á.
Á fimmtudag var greint frá því að súrefni hefði greinst í fjarlægasta sólkerfi, sem enn hefur fundist, og eru vísindamenn steini lostnir.
Þetta uppgötvaðist við skoðun gagna frá 2024 frá James Webb-sjónaukanum um sólkerfi, sem nefnt hefur verið JADES-GS-z14-0. Það merkilega við þetta er að þótt upplýsingarnar hafi fengist í fyrra eru þær 13,4 milljarða ára gamlar. Það er sá tími sem það tók ljósið frá þessu fjarlæga sólkerfi að ferðast til
...