Vant­ar eitt­hvað í skiln­ing okk­ar á al­heim­in­um?

Vís­ind­in eru mögnuð og hafa rutt úr vegi ýms­um bá­bilj­um. Enn er þó margt óvitað og upp­götv­an­ir gerðar, sem snúa hinu viðtekna á hvolf.

Frá því að James Webb-geim­sjón­auk­inn var tek­inn í notk­un árið 2022 hafa fund­ist bjart­ari og þróaðri sól­kerfi en vitað var og mun fleiri en vís­inda­menn áttu von á.

Á fimmtu­dag var greint frá því að súr­efni hefði greinst í fjar­læg­asta sól­kerfi, sem enn hef­ur fund­ist, og eru vís­inda­menn steini lostn­ir.

Þetta upp­götvaðist við skoðun gagna frá 2024 frá James Webb-sjón­auk­an­um um sól­kerfi, sem nefnt hef­ur verið JADES-GS-z14-0. Það merki­lega við þetta er að þótt upp­lýs­ing­arn­ar hafi feng­ist í fyrra eru þær 13,4 millj­arða ára gaml­ar. Það er sá tími sem það tók ljósið frá þessu fjar­læga sól­kerfi að ferðast til

...