
Einar S. Hálfdánarson
Æskuvinur sonar míns var búsettur í Noregi á barnsaldri. Dag einn komu þrír unglingar til hans, króuðu hann af og brugðu hnífi að hálsi hans. „Ef þú kemur aftur með skinkusamloku í skólann skerum við af þér hausinn.“ Þessi drengur varð seinna til vandræða í skóla sínum hér á Íslandi. Hann komst í kast við lögin á unglingsárum, missti geðheilsuna og lést um þrítugt. Hann átti góða að, bæði foreldra og systkini.
Áhrif áfalla í æsku á geðheilsu
Alkunna er hver áhrifin á geðheilsu af áföllum í æsku geta orðið. Sú þekking virðist ekki hafa borist til yfirvalda í Reykjavík, sem telja að hagsmunir ungra ofbeldismanna gangi framar hagsmunum barnanna sem verða að þola ofbeldishegðunina á eigin sál og líkama. Hvernig ætli þetta mat komi saman við réttlætiskennd þorra fólks? Þessi stefna
...