Þeir sem hér er veitt hæli verða að aðlag­ast sam­fé­lag­inu.
Einar S. Hálfdánarson
Ein­ar S. Hálf­dán­ar­son

Ein­ar S. Hálf­dán­ar­son

Æsku­vin­ur son­ar míns var bú­sett­ur í Nor­egi á barns­aldri. Dag einn komu þrír ung­ling­ar til hans, króuðu hann af og brugðu hnífi að hálsi hans. „Ef þú kem­ur aft­ur með skinku­sam­loku í skól­ann sker­um við af þér haus­inn.“ Þessi dreng­ur varð seinna til vand­ræða í skóla sín­um hér á Íslandi. Hann komst í kast við lög­in á unglings­ár­um, missti geðheils­una og lést um þrítugt. Hann átti góða að, bæði for­eldra og systkini.

Áhrif áfalla í æsku á geðheilsu

Al­kunna er hver áhrif­in á geðheilsu af áföll­um í æsku geta orðið. Sú þekk­ing virðist ekki hafa borist til yf­ir­valda í Reykja­vík, sem telja að hags­mun­ir ungra of­beld­is­manna gangi fram­ar hags­mun­um barn­anna sem verða að þola of­beld­is­hegðun­ina á eig­in sál og lík­ama. Hvernig ætli þetta mat komi sam­an við rétt­lætis­kennd þorra fólks? Þessi stefna

...