Gleði Blikar fagna marki Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur í gær.
Gleði Blikar fagna marki Berg­lind­ar Bjarg­ar Þor­valds­dótt­ur í gær. — Morg­un­blaðið/​Eggert

Andrea Rut Bjarna­dótt­ir reynd­ist hetja Breiðabliks þegar liðið tók á móti Val í undanúr­slit­um deilda­bik­ars kvenna í fót­bolta á Kópa­vogs­velli í gær. Leikn­um lauk með naum­um sigri Breiðabliks, 2:1, en Andrea Rut skoraði sig­ur­markið á loka­mín­út­um leiks­ins.

Berg­lind Björg Þor­valds­dótt­ir kom Breiðabliki yfir á 19. mín­útu. Á 44. mín­útu fékk Ísa­bella Sara Tryggva­dótt­ir að líta gula spjaldið og ein­ung­is þrem­ur mín­út­um síðar fékk hún sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Þrátt fyr­ir að Val­ur léki ein­um manni færri í síðari hálfleiks tókst Fann­dísi Friðriks­dótt­ur að jafna met­in fyr­ir Val á 63. mín­útu. Breiðablik er komið áfram í úr­slita­leik­inn þar sem liðið mæt­ir annaðhvort Þór/​KA eða Stjörn­unni, föstu­dag­inn 28. mars.