
Andrea Rut Bjarnadóttir reyndist hetja Breiðabliks þegar liðið tók á móti Val í undanúrslitum deildabikars kvenna í fótbolta á Kópavogsvelli í gær. Leiknum lauk með naumum sigri Breiðabliks, 2:1, en Andrea Rut skoraði sigurmarkið á lokamínútum leiksins.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom Breiðabliki yfir á 19. mínútu. Á 44. mínútu fékk Ísabella Sara Tryggvadóttir að líta gula spjaldið og einungis þremur mínútum síðar fékk hún sitt annað gula spjald og þar með rautt.
Þrátt fyrir að Valur léki einum manni færri í síðari hálfleiks tókst Fanndísi Friðriksdóttur að jafna metin fyrir Val á 63. mínútu. Breiðablik er komið áfram í úrslitaleikinn þar sem liðið mætir annaðhvort Þór/KA eða Stjörnunni, föstudaginn 28. mars.