
40 ára Vala ólst upp í Mosfellsbæ en býr á Seltjarnarnesi og er stoltur Seltirningur í dag. Hún er með BSc-próf í iðnaðarverkfræði frá HÍ og er rekstrarstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Rocky Road. Vala situr í stjórn Símans og Símans Pay. Áhugamálin eru fjölskyldan og útvist af allri gerð, t.d. fjallaskíði, fjallahjól og jöklaferðir.
Fjölskylda Maki Völu er Emil Þór Guðmundsson, f. 1984, eigandi og rekur reiðhjólaverslunina Kríu. Synir þeirra eru Halldór Eldur, f. 2018, Oddur, f. 2021, og Dagur, f. 2024. Foreldrar Völu: Halldór Gíslason, f. 1954, d. 2013, arkitekt, og Anna Guðrún Björnsdótir, f. 1956, lögfræðingur, búsett í Reykjavík.