40 ára Vala ólst upp í Mos­fells­bæ en býr á Seltjarn­ar­nesi og er stolt­ur Seltirn­ing­ur í dag. Hún er með BSc-próf í iðnaðar­verk­fræði frá HÍ og er rekstr­ar­stjóri hug­búnaðarfyr­ir­tæk­is­ins Rocky Road. Vala sit­ur í stjórn Sím­ans og Sím­ans Pay. Áhuga­mál­in eru fjöl­skyld­an og út­vist af allri gerð, t.d. fjalla­skíði, fjalla­hjól og jökla­ferðir.


Fjöl­skylda Maki Völu er Emil Þór Guðmunds­son, f. 1984, eig­andi og rek­ur reiðhjóla­versl­un­ina Kríu. Syn­ir þeirra eru Hall­dór Eld­ur, f. 2018, Odd­ur, f. 2021, og Dag­ur, f. 2024. For­eldr­ar Völu: Hall­dór Gísla­son, f. 1954, d. 2013, arki­tekt, og Anna Guðrún Björns­dót­ir, f. 1956, lög­fræðing­ur, bú­sett í Reykja­vík.