Lykilmaður Hlynur Freyr Karlsson var fyrirliði íslenska liðsins.
Lyk­ilmaður Hlyn­ur Freyr Karls­son var fyr­irliði ís­lenska liðsins. — Morg­un­blaðið/​Eyþór

Ísland vann sann­fær­andi sig­ur á Ung­verjalandi, 3:0, í vináttu­lands­leik U21 árs karla í knatt­spyrnu í gær en leikið var á Pinatar Ar­ena í Murcia á Spáni. Hilm­ir Rafn Mika­els­son skoraði með skalla á 15. mín­útu, Ung­verj­ar gerðu sjálfs­mark eft­ir fyr­ir­gjöf Daní­els Freys Kristjáns­son­ar á 36. mín­útu og Hinrik Harðar­son inn­siglaði sig­ur­inn með marki úr skynd­isókn á 69. mín­útu. Íslenska liðið dvel­ur áfram í Murcia og mæt­ir Skot­um í vináttu­leik á þriðju­dag­inn.