
Lykilmaður Hlynur Freyr Karlsson var fyrirliði íslenska liðsins.
— Morgunblaðið/Eyþór
Ísland vann sannfærandi sigur á Ungverjalandi, 3:0, í vináttulandsleik U21 árs karla í knattspyrnu í gær en leikið var á Pinatar Arena í Murcia á Spáni. Hilmir Rafn Mikaelsson skoraði með skalla á 15. mínútu, Ungverjar gerðu sjálfsmark eftir fyrirgjöf Daníels Freys Kristjánssonar á 36. mínútu og Hinrik Harðarson innsiglaði sigurinn með marki úr skyndisókn á 69. mínútu. Íslenska liðið dvelur áfram í Murcia og mætir Skotum í vináttuleik á þriðjudaginn.