Mont Peler­in-sam­tök­in eru alþjóðlegt mál­funda­fé­lag frjáls­lyndra fræðimanna, sem þeir Friedrich A. von Hayek, Milt­on Friedm­an og fleiri stofnuðu árið 1947. Á þingi þeirra í Mexí­kó­borg 16.-19. mars 2025 kynnti ég ný­út­komna bók mína, sem evr­ópsku…

Mont Peler­in-sam­tök­in eru alþjóðlegt mál­funda­fé­lag frjáls­lyndra fræðimanna, sem þeir Friedrich A. von Hayek, Milt­on Friedm­an og fleiri stofnuðu árið 1947. Á þingi þeirra í Mexí­kó­borg 16.-19. mars 2025 kynnti ég ný­út­komna bók mína, sem evr­ópsku íhalds­flokk­arn­ir gáfu ný­lega út, Conservati­ve Li­ber­alism, North and South. Var kynn­ing­in vel sótt og góður róm­ur gerður að máli mínu. Sér­stak­lega fannst áheyr­end­um merki­legt að heyra um hinn fornn­or­ræna frjáls­hyggjuarf, sem Snorri Sturlu­son kom orðum að í Heimskringlu, hug­mynd­irn­ar tvær um völd í umboði þinga og rétt­inn til að af­hrópa kon­unga, ef þeir brutu forn­helg lög.

Mexí­kó­borg hét Tenoch­titl­an, þegar Spán­verj­ar komu þangað fyrst haustið 1519, hafði verið stofnuð árið 1325 og var höfuðborg Asteka­veld­is­ins. Þar voru stundaðar mann­fórn­ir, þegn­arn­ir kúgaðir hrotta­lega og strangri stétta­skipt­ingu haldið uppi. Árið

...