Metnaður­inn í kring­um Mörsug er eft­ir­tekt­ar­verður og allt það sem kem­ur sam­an í þess­um flókna skurðpunkti leggst á eitt.
Þríeind Ásbjörg Jónsdóttir, Heiða Árnadóttir og Ragnheiður Erla Björnsdóttir.
Þríeind Ásbjörg Jóns­dótt­ir, Heiða Árna­dótt­ir og Ragn­heiður Erla Björns­dótt­ir.

TÓNLIST

Arn­ar Eggert Thorodd­sen

arn­areggert@arn­areggert.is

Það væs­ir ekki um gagn­rýn­and­ann mig og iðulega fæ ég heimsend­ingu hvar er að finna ný og spenn­andi ís­lensk tón­verk. Verra gæti það verið! Þannig kom hin dá­sam­lega, hæfi­leika­ríka Heiða Árna­dótt­ir fær­andi hendi í upp­hafi árs með glæsi­legt bók­verk sem teng­ist inn í verkið sem nefnt er í inn­gangi. Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir m.a.: „Ljóðsag­an er brota­kennd frá­sögn með út­úr­dúr­um sem ger­ist í þjóðsagna­kenndri ís­lenskri nátt­úru. Erkitýp­urn­ar sem per­són­an er byggð á eru goðsagna­kennd­ar kven­fyr­ir­mynd­ir. Í verk­inu er reynt að ná utan um þoku­kennt hug­ar­ástand konu sem er á milli heima, á milli ljóss og myrk­urs og þar sem minn­ing­ar og raun­skynj­un renna í eitt.“

Verkið var samið fyr­ir Myrka mús­ík­daga 2023 og frum­flutt

...