
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Það væsir ekki um gagnrýnandann mig og iðulega fæ ég heimsendingu hvar er að finna ný og spennandi íslensk tónverk. Verra gæti það verið! Þannig kom hin dásamlega, hæfileikaríka Heiða Árnadóttir færandi hendi í upphafi árs með glæsilegt bókverk sem tengist inn í verkið sem nefnt er í inngangi. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Ljóðsagan er brotakennd frásögn með útúrdúrum sem gerist í þjóðsagnakenndri íslenskri náttúru. Erkitýpurnar sem persónan er byggð á eru goðsagnakenndar kvenfyrirmyndir. Í verkinu er reynt að ná utan um þokukennt hugarástand konu sem er á milli heima, á milli ljóss og myrkurs og þar sem minningar og raunskynjun renna í eitt.“
Verkið var samið fyrir Myrka músíkdaga 2023 og frumflutt
...