
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Hver skyldi hafa unnið flest skákþing hér innanlands allt frá þeim tíma er kappskákin varð alvörukeppnisgrein í byrjun 20. aldar? Telja má öruggt að Eyjamaðurinn Sigurjón Þorkelsson eigi það sérstaka met en á dögunum bar hann sigur úr býtum á Skákþingi Vestmannaeyja í sautjánda skipti.
Sigurjón hlaut 8½ vinning af 9 mögulegum og varð ½ vinningi fyrir ofan næsta mann, hinn 17 ára gamla Sæþór Inga Sæmundarson. Sigurjón hefur teflt fyrir TV á Íslandsmótum skákfélaga, tekið þátt í Reykjavíkurskákmótinu og ýmsum erlendum keppnum. Hefur reynst harður í horn að taka í keppni við bestu skákmenn þjóðarinnar. Það fékk Íslandsmeistarinn Vignir Vatnar
...