„Já, þetta kom á óvart. Ég átti ekki von á að vinna,“ seg­ir Pét­ur Thomsen ljós­mynd­ari og mynd­list­armaður en hann hlaut Íslensku mynd­list­ar­verðlaun­in í flokkn­um mynd­list­armaður árs­ins fyr­ir sýn­ing­una Land­nám í Hafn­ar­borg
Landnám Pétur Thomsen segir verðlaunin mikilvæga viðurkenningu fyrir margra ára ferli þróunar og sköpunar.
Land­nám Pét­ur Thomsen seg­ir verðlaun­in mik­il­væga viður­kenn­ingu fyr­ir margra ára ferli þró­un­ar og sköp­un­ar. — Morg­un­blaðið/​Eyþór

Viðtal

María Mar­grét Jó­hanns­dótt­ir

mariamar­gret@mbl.is

„Já, þetta kom á óvart. Ég átti ekki von á að vinna,“ seg­ir Pét­ur Thomsen ljós­mynd­ari og mynd­list­armaður en hann hlaut Íslensku mynd­list­ar­verðlaun­in í flokkn­um mynd­list­armaður árs­ins fyr­ir sýn­ing­una Land­nám í Hafn­ar­borg. Verðlaun­in voru af­hent í átt­unda sinn í Iðnó á fimmtu­dag en í dóm­nefnd voru Ásdís Spanó, Guðrún Erla Geirs­dótt­ir, Ingólf­ur Arn­ars­son, Mar­grét Áskels­dótt­ir og Sigþóra Óðins.

„Þetta er mik­il­væg viður­kenn­ing á því sem ég hef verið að vinna að und­an­far­in ár. Þessi sýn­ing sem verðlaunað er fyr­ir var ákveðinn hápunkt­ur á margra ára ferli í minni þróun og list­sköp­un og því sér­stak­lega skemmti­legt að henni sé veitt at­hygli,“ seg­ir Pét­ur.

...