
Viðtal
María Margrét Jóhannsdóttir
mariamargret@mbl.is
„Já, þetta kom á óvart. Ég átti ekki von á að vinna,“ segir Pétur Thomsen ljósmyndari og myndlistarmaður en hann hlaut Íslensku myndlistarverðlaunin í flokknum myndlistarmaður ársins fyrir sýninguna Landnám í Hafnarborg. Verðlaunin voru afhent í áttunda sinn í Iðnó á fimmtudag en í dómnefnd voru Ásdís Spanó, Guðrún Erla Geirsdóttir, Ingólfur Arnarsson, Margrét Áskelsdóttir og Sigþóra Óðins.
„Þetta er mikilvæg viðurkenning á því sem ég hef verið að vinna að undanfarin ár. Þessi sýning sem verðlaunað er fyrir var ákveðinn hápunktur á margra ára ferli í minni þróun og listsköpun og því sérstaklega skemmtilegt að henni sé veitt athygli,“ segir Pétur.
...