Fjölskyldan Hermann, Margrét og börn þeirra.
Fjöl­skyld­an Her­mann, Mar­grét og börn þeirra.

Her­mann Thor­sten­sen Ólafs­son fædd­ist í Grinda­vík 22. mars 1955.

Æsku­ár­in í Grinda­vík voru skemmti­leg og er margs að minn­ast frá þeim tíma. „Ég var átta ára þegar faðir minn tók við fjár­bú­inu á Stað og kom þá strax í ljós að það var mik­ill bóndi í strákn­um. Vor­um við með allt að 350 fjár og þótti ég með af­brigðum fjár­glögg­ur.

Seinna meir kviknaði hjá mér mjög mik­ill áhugi á hross­a­rækt og 2007 keypti ég 15 mer­fol­öld und­an Orra og Suðra af systkin­un­um í Holts­múla, og ár­ang­ur­inn lét ekki á sér standa. Þau systkini reynd­ust mér vel í þessu. Svo fékk ég Jakob Sig­urðsson til að sjá um tamn­ingu og út­kom­an var frá­bær, níu mer­ar fengu 1. verðlaun.“

Eft­ir hefðbundna skóla­göngu fór Her­mann í héraðsskól­ann að Laug­ar­vatni og út­skrifaðist þaðan með gagn­fræðapróf. „Næstu árin var ég til sjós, m.a.

...