
Hermann Thorstensen Ólafsson fæddist í Grindavík 22. mars 1955.
Æskuárin í Grindavík voru skemmtileg og er margs að minnast frá þeim tíma. „Ég var átta ára þegar faðir minn tók við fjárbúinu á Stað og kom þá strax í ljós að það var mikill bóndi í stráknum. Vorum við með allt að 350 fjár og þótti ég með afbrigðum fjárglöggur.
Seinna meir kviknaði hjá mér mjög mikill áhugi á hrossarækt og 2007 keypti ég 15 merfolöld undan Orra og Suðra af systkinunum í Holtsmúla, og árangurinn lét ekki á sér standa. Þau systkini reyndust mér vel í þessu. Svo fékk ég Jakob Sigurðsson til að sjá um tamningu og útkoman var frábær, níu merar fengu 1. verðlaun.“
Eftir hefðbundna skólagöngu fór Hermann í héraðsskólann að Laugarvatni og útskrifaðist þaðan með gagnfræðapróf. „Næstu árin var ég til sjós, m.a.
...