
Íris Erlingsdóttir
Íbúum vestrænna þjóðfélaga hefur undanfarna áratugi verið talin trú um að þeir búi í feðraveldi, sem eigi að vera rót alls ills. Raunin er hins vegar sú að við búum í mæðraveldi. Þetta eru slæmar fréttir, því engin dæmi eru um langlíf mæðraveldi í mannkynssögunni. Það er kannski ekkert undarlegt, því samfélög krefjast stjórnunar og leiðtoga með leiðtogahæfileika, sem er karllægur eiginleiki.
Þetta þýðir ekki að konur geti ekki verið leiðtogar eða að konur geti ekki haft leiðtogahæfileika, en hann er ekki kvenlægur eiginleiki. Í leiðtogahæfileikum felst geta til þess að stjórna og taka meiri háttar ákvarðanir sem varða fjölda fólks á hátt sem einkennist af ákveðni, skarpskyggni, staðfestu, raunsæi og í sumum tilvikum miskunnarleysi, dómhörku og árásargirni, með áherslu á bætt kjör hópsins, fremur en samúð með
...