Ef við kven­væðum all­ar stofn­an­ir þjóðfé­lag­ins verður allt gott, ekki satt? … Svo af hverju er allt verra í vest­ræna val­kyrj­u­mesta drauma­land­inu?
Íris Erlingsdóttir
Íris Erl­ings­dótt­ir

Íris Erl­ings­dótt­ir

Íbúum vest­rænna þjóðfé­laga hef­ur und­an­farna ára­tugi verið tal­in trú um að þeir búi í feðraveldi, sem eigi að vera rót alls ills. Raun­in er hins veg­ar sú að við búum í mæðraveldi. Þetta eru slæm­ar frétt­ir, því eng­in dæmi eru um lang­líf mæðraveldi í mann­kyns­sög­unni. Það er kannski ekk­ert und­ar­legt, því sam­fé­lög krefjast stjórn­un­ar og leiðtoga með leiðtoga­hæfi­leika, sem er karllæg­ur eig­in­leiki.

Þetta þýðir ekki að kon­ur geti ekki verið leiðtog­ar eða að kon­ur geti ekki haft leiðtoga­hæfi­leika, en hann er ekki kven­læg­ur eig­in­leiki. Í leiðtoga­hæfi­leik­um felst geta til þess að stjórna og taka meiri hátt­ar ákv­arðanir sem varða fjölda fólks á hátt sem ein­kenn­ist af ákveðni, skarp­skyggni, staðfestu, raun­sæi og í sum­um til­vik­um mis­kunn­ar­leysi, dóm­hörku og árás­argirni, með áherslu á bætt kjör hóps­ins, frem­ur en samúð með

...