Heim­ild­ar­mynd­in Orsugiak eða Hið hvíta gull Græn­lands verður sýnd í dag, laug­ar­dag­inn 22. mars, kl. 16 í Nor­ræna hús­inu. Mynd­in fjall­ar um námu­vinnslu Dan­merk­ur á kryó­líti í Ivittu­ut á vest­ur­strönd Kala­al­lit Nuna­at, sem stóð yfir frá 1854 til…
Orsugiak/Hið hvíta gull Grænlands.
Orsugiak/​Hið hvíta gull Græn­lands.

Heim­ild­ar­mynd­in Orsugiak eða Hið hvíta gull Græn­lands verður sýnd í dag, laug­ar­dag­inn 22. mars, kl. 16 í Nor­ræna hús­inu. Mynd­in fjall­ar um námu­vinnslu Dan­merk­ur á kryó­líti í Ivittu­ut á vest­ur­strönd Kala­al­lit Nuna­at, sem stóð yfir frá 1854 til 1987. Seg­ir í til­kynn­ingu að mynd­in hafi verið tek­in af streym­isveitu DR stuttu eft­ir frum­sýn­ingu og í kjöl­farið hafi rit­stjór­inn Thom­as Fal­be sagt af sér. Mynd­in verður á dönsku með ensk­um texta.