Heimildarmyndin Orsugiak eða Hið hvíta gull Grænlands verður sýnd í dag, laugardaginn 22. mars, kl. 16 í Norræna húsinu. Myndin fjallar um námuvinnslu Danmerkur á kryólíti í Ivittuut á vesturströnd Kalaallit Nunaat, sem stóð yfir frá 1854 til…

Orsugiak/Hið hvíta gull Grænlands.
Heimildarmyndin Orsugiak eða Hið hvíta gull Grænlands verður sýnd í dag, laugardaginn 22. mars, kl. 16 í Norræna húsinu. Myndin fjallar um námuvinnslu Danmerkur á kryólíti í Ivittuut á vesturströnd Kalaallit Nunaat, sem stóð yfir frá 1854 til 1987. Segir í tilkynningu að myndin hafi verið tekin af streymisveitu DR stuttu eftir frumsýningu og í kjölfarið hafi ritstjórinn Thomas Falbe sagt af sér. Myndin verður á dönsku með enskum texta.