
Tungutak
Sigurbjörg Þrastardóttir
sitronur@hotmail.com
Nýverið kom fram í fréttum að örnefnanefnd hefði gert Reykjavíkurborg að endurnefna götuna Bjargargötu í Vatnsmýri, vegna hættu á ruglingi við götuna Bjarkargötu við Tjörnina. Ekki veit ég hvort eða hvernig borgin bregst við, kemur í ljós (hún hefur átta vikur), en fréttinni fylgdu þær upplýsingar að sjaldgæft væri að örnefnanefnd amaðist við nýjum heitum. Þetta væri því ákveðið undantekningartilvik; almennt ættu nöfn í sömu póstnúmerum eða á sömu svæðum þó ekki að vera of lík.
Til þess að gera skemmtilegan pistil má strax álykta að örnefnanefnd hafi verið skipuð öðru fólki þegar Löndunum í Fossvogi var úthlutað nöfnum. Þar liggja á svipuðum
...