Ný­verið kom fram í frétt­um að ör­nefna­nefnd hefði gert Reykja­vík­ur­borg að end­ur­nefna göt­una Bjarg­ar­götu í Vatns­mýri, vegna hættu á rugl­ingi við göt­una Bjark­ar­götu við Tjörn­ina. Ekki veit ég hvort eða hvernig borg­in bregst við, kem­ur í ljós (hún hef­ur …

Tungu­tak

Sig­ur­björg Þrast­ar­dótt­ir

sitronur@hot­mail.com

Ný­verið kom fram í frétt­um að ör­nefna­nefnd hefði gert Reykja­vík­ur­borg að end­ur­nefna göt­una Bjarg­ar­götu í Vatns­mýri, vegna hættu á rugl­ingi við göt­una Bjark­ar­götu við Tjörn­ina. Ekki veit ég hvort eða hvernig borg­in bregst við, kem­ur í ljós (hún hef­ur átta vik­ur), en frétt­inni fylgdu þær upp­lýs­ing­ar að sjald­gæft væri að ör­nefna­nefnd amaðist við nýj­um heit­um. Þetta væri því ákveðið und­an­tekn­ing­ar­til­vik; al­mennt ættu nöfn í sömu póst­núm­er­um eða á sömu svæðum þó ekki að vera of lík.

Til þess að gera skemmti­leg­an pist­il má strax álykta að ör­nefna­nefnd hafi verið skipuð öðru fólki þegar Lönd­un­um í Foss­vogi var út­hlutað nöfn­um. Þar liggja á svipuðum

...