Stórsveit Reykjavíkur
Stór­sveit Reykja­vík­ur

Árlegt Stór­sveita­m­araþon fer fram í Flóa, Hörpu, á morg­un, sunnu­dag­inn 10. mars, kl. 13-16.30. Seg­ir í til­kynn­ingu að þar muni Stór­sveit Reykja­vík­ur að vanda bjóða til sín öll­um stór­sveit­um lands­ins, ung­um sem öldn­um, nem­end­um sem at­vinnu­mönn­um, og leiki hver sveit í u.þ.b. hálfa klukku­stund. Þá verði dag­skrá­in fjöl­breytt og skemmti­leg og gera megi ráð fyr­ir að flytj­end­ur verði um 140, þeirra á meðal stór­sveit­ir Tón­list­ar­skóla Garðabæj­ar, Tón­list­ar­skóla Hafn­ar­fjarðar, MÍT, Tón­list­ar­skóla Reykja­nes­bæj­ar, Íslands og Skóla­hljóm­sveit­ar Vest­ur­bæj­ar og Mið­bæj­ar. Maraþonið, sem nú er haldið í 29. sinn, er hluti af upp­eld­is- og kynn­ing­ar­viðleitni Stór­sveit­ar Reykja­vík­ur. Aðgang­ur er ókeyp­is og öll­um heim­ill á meðan hús­rúm leyf­ir en áhorf­end­um er frjálst að koma og fara á meðan viðburður­inn stend­ur yfir.