Þýðing­ar­rétt­ur­inn á Mik­il­vægu rusli, nýj­ustu skáld­sögu Hall­dórs Arm­ands Ásgeirs­son­ar, var á dög­un­um seld­ur til Þýska­lands. Það er alþjóðlegi út­gáf­uris­inn HarperColl­ins sem tryggði sér rétt­inn að bók­inni, að því er seg­ir í til­kynn­ingu
Halldór Armand Ásgeirsson
Hall­dór Armand Ásgeirs­son

Þýðing­ar­rétt­ur­inn á Mik­il­vægu rusli, nýj­ustu skáld­sögu Hall­dórs Arm­ands Ásgeirs­son­ar, var á dög­un­um seld­ur til Þýska­lands. Það er alþjóðlegi út­gáf­uris­inn HarperColl­ins sem tryggði sér rétt­inn að bók­inni, að því er seg­ir í til­kynn­ingu. Þar seg­ir jafn­framt að fyrr í ár hafi franski þýðing­ar­rétt­ur­inn að bók­inni verið seld­ur til Métailié í Par­ís, sem einnig gaf út skáld­sögu Hall­dórs Bróður.

„Ég er bara í skýj­un­um með þetta. Ég er með sterk tengsl til Þýska­lands, Berlín er svo­lítið mitt annað heim­ili, svo þetta er eig­in­lega bara smá „bucket list“-dæmi fyr­ir mig að koma út á þýsku,“ er haft eft­ir Hall­dóri. Í dómi í Morg­un­blaðinu síðasta haust sagði að Mik­il­vægt rusl væri „spreng­hlægi­leg og vit­ur skáld­saga“ sem ein­kennd­ist af „frá­sagn­argleði og dans­andi leik með tungu­málið“.