Sunn­lend­ing­ur­inn Kristján Magnús­son fékk held­ur bet­ur óvænt­an glaðning þegar hann fór í Reykja­nes­bæ með pabba sín­um og bróður síðasta föstu­dag. Kristján, sem er fatlaður ein­stak­ling­ur, þurfti nýj­an bíl þar sem sá gamli var kom­inn að þol­mörk­um og þá…
Bifreið Kristján mætti ásamt bróður sínum og pabba á bílasöluna.
Bif­reið Kristján mætti ásamt bróður sín­um og pabba á bíla­söl­una. — Ljós­mynd/Á​smund­ur Friðriks­son

Sunn­lend­ing­ur­inn Kristján Magnús­son fékk held­ur bet­ur óvænt­an glaðning þegar hann fór í Reykja­nes­bæ með pabba sín­um og bróður síðasta föstu­dag.

Kristján, sem er fatlaður ein­stak­ling­ur, þurfti nýj­an bíl þar sem sá gamli var kom­inn að þol­mörk­um og þá tóku nokkr­ir Suður­nesja­menn sig sam­an og fóru í málið.

„Vin­ur minn var orðinn bíl­laus í sveit­inni og þetta er maður sem fer víða um sveit­irn­ar. Hann heim­sæk­ir fólk, er með hross og kind­ur og þarf að snú­ast í kring­um það og þarf góðan bíl,“ seg­ir Ásmund­ur Friðriks­son í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Skötu­mess­an í Garði, Blue-bræðurn­ir Þor­steinn Þor­steins­son og Magnús Þor­steins­son ásamt Kjart­ani Stein­ars­syni bíla­sala tóku sig sam­an og gáfu hon­um Dacia Dust­er. Kristján mætti á bíla­söl­una K. Stein­ars­son ásamt pabba sín­um og

...