
Magnea Einarsdóttir heldur fyrirlestur í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þriðjudaginn 25. mars kl. 20 undir merkjum Prjónaveturs. Þar fjallar hún um verk sín og reynslu af því að starfa sem prjónahönnuður á Íslandi. Magnea, sem starfar í Reykjavík og rekur fatamerkið MAGNEA, útskrifaðist sem fatahönnuður með áherslu á prjón frá Central Saint Martins-listaháskólanum í London. Einnig lagði hún stund á nám í fatahönnun í Parsons Paris School of Design. „Magneu eru sjálfbærni og umhverfismál hugleikin og hún notar jafnan hráefni úr nágrenninu og hefur rannsakað kosti þess til frekari vinnslu,“ segir í tilkynningu.