Magnea Ein­ars­dótt­ir held­ur fyr­ir­lest­ur í Lista­safni Sig­ur­jóns Ólafs­son­ar þriðju­dag­inn 25. mars kl. 20 und­ir merkj­um Prjóna­vet­urs. Þar fjall­ar hún um verk sín og reynslu af því að starfa sem prjóna­hönnuður á Íslandi. Magnea, sem starfar í Reykja­vík og rek­ur fata­merkið MAGNEA, út­skrifaðist sem fata­hönnuður með áherslu á prjón frá Central Saint Mart­ins-lista­há­skól­an­um í London. Einnig lagði hún stund á nám í fata­hönn­un í Par­sons Par­is School of Design. „Magneu eru sjálf­bærni og um­hverf­is­mál hug­leik­in og hún not­ar jafn­an hrá­efni úr ná­grenn­inu og hef­ur rann­sakað kosti þess til frek­ari vinnslu,“ seg­ir í til­kynn­ingu.