„Ég er búin að lenda í ólýs­an­leg­um aðstæðum með þetta barn mitt síðan í des­em­ber, sem mér hefði aldrei getað dottið í hug að gæti gerst á svona stutt­um tíma,“ seg­ir móðir stúlku í grunn­skóla í Garðabæ, sem féll í mikla óreglu eft­ir að kenn­ar­ar lögðu niður störf í vet­ur. Áður þótti hún fyr­ir­mynd­ar­nem­andi sem skaraði fram úr í námi.

Móðirin seg­ir kerfið úrræða­laust gagn­vart vanda­mál­um dótt­ur sinn­ar. Hún hafi lært það á und­an­förn­um mánuðum að af­brota­hegðun henn­ar hafi eng­ar af­leiðing­ar þar sem hún sé und­ir sak­hæfis­aldri. Hún hóf fyrst að drekka í des­em­ber og hef­ur síðan leiðst út í fleiri vímu­gjafa. » 6