Ljósvaka­höf­und­ur lauk við að horfa á bresku Net­flix-dramaþætt­ina The Adol­escence, sem hafa hlotið gríðarlegt lof gagn­rýn­enda og fengið metáhorf. Aðal­per­sóna þátt­anna er 13 ára gam­all dreng­ur sem er hand­tek­inn og sakaður um að hafa stungið skóla­syst­ur sína til bana
Afrek Drengurinn og sálfræðingurinn.
Af­rek Dreng­ur­inn og sál­fræðing­ur­inn.

Kol­brún Bergþórs­dótt­ir

Ljósvaka­höf­und­ur lauk við að horfa á bresku Net­flix-dramaþætt­ina The Adol­escence, sem hafa hlotið gríðarlegt lof gagn­rýn­enda og fengið metáhorf. Aðal­per­sóna þátt­anna er 13 ára gam­all dreng­ur sem er hand­tek­inn og sakaður um að hafa stungið skóla­syst­ur sína til bana.

Owen Cooper sem leik­ur unga dreng­inn sýn­ir sann­an stór­leik. Það sama má segja um Stephen Gra­ham sem leik­ur föður hans og er, í loka­atriði þátt­araðar­inn­ar, magnaður í ang­ist sinni.

Þætt­irn­ir eru fjór­ir og all­ir frá­bær­ir. Þriðji þátt­ur­inn er hreint meist­ara­leg­ur og bygg­ist ein­göngu á tæp­lega klukku­tíma sam­tali milli drengs­ins og sál­fræðings. Dreng­ur­inn sýn­ir alls kyns til­finn­ing­ar; viðkvæmni, reiði, kvíða, ofsa og þrá eft­ir nánd og skiln­ingi. Þar er leik­ur Owens Coo­pers hreint af­rek.

Þætt­irn­ir eru um­talaðir enda gríðarlega vel gerðir og áhrifa­mikl­ir. Þeir komu ný­lega til tals í breska

...