Val­ur varð á laug­ar­dag deilda­bikar­meist­ari karla í knatt­spyrnu í fimmta skipti eft­ir end­ur­komu­sig­ur á Fylki, 3:2, í úr­slita­leik í Árbæn­um. Fylk­ir komst í 2:0 snemma leiks með mörk­um frá Guðmundi Tyrf­ings­syni og Bene­dikt Daríusi Garðars­syni áður en…

Val­ur varð á laug­ar­dag deilda­bikar­meist­ari karla í knatt­spyrnu í fimmta skipti eft­ir end­ur­komu­sig­ur á Fylki, 3:2, í úr­slita­leik í Árbæn­um. Fylk­ir komst í 2:0 snemma leiks með mörk­um frá Guðmundi Tyrf­ings­syni og Bene­dikt Daríusi Garðars­syni áður en Orri Hrafn Kjart­ans­son, sem er al­inn upp hjá Fylki, minnkaði mun­inn fyr­ir Val. Pat­rick Peder­sen og Sig­urður Eg­ill Lárus­son skoruðu svo fyr­ir Val seint í leikn­um. Fyr­irliðinn Hólm­ar Örn Eyj­ólfs­son tók við bik­arn­um að leikn­um lokn­um.

Landsliðskon­an Danielle Rodrigu­ez átti enn einn stór­leik­inn í efstu deild sviss­neska körfu­bolt­ans þegar lið henn­ar Fri­bourg tapaði fyr­ir Nyon, 74:95, í Fri­bourg á laug­ar­dag. Danielle lék 38 mín­út­ur og skoraði 27 stig, tók sex frá­köst og gaf fimm stoðsend­ing­ar. Fri­bourg er í topp­sæti deild­ar­inn­ar.

...