Orri Steinn Óskarsson
Orri Steinn Óskars­son

„Við byrj­um leik­inn vel, skor­um mark og til­finn­ing­in var góð. Síðan lent­um við á eft­ir í ein­vígj­un­um og það er und­ir okk­ur komið að vera klár­ir þar.

Þetta eru ein­fald­ir hlut­ir sem við verðum að gera bet­ur í, all­ir sem einn. Þeir voru ein­fald­lega betri en við í dag,“ sagði marka­skor­ar­inn og fyr­irliðinn Orri Steinn Óskars­son í sam­tali við Morg­un­blaðið eft­ir leik.

Hann var spurður hvað liðið hefði rætt í leik­hléi eft­ir slak­an fyrri hálfleik.

„Ég ætla að halda því inn­an­borðs en þetta var ein­falt. Við þurft­um að berj­ast meira, það var ekki flókn­ara en það,“ sagði Orri Steinn.

Hann viður­kenndi að það væri svekkj­andi hvað leik­menn Kó­sovó áttu auðvelt með að koma sér í góðar stöður.

„Auðvitað er það svekkj­andi. Við vilj­um vera góðir í öllu, varn­ar­leik og sókn­ar­leik. Við þurf­um að reyna að vera já­kvæðir, það þýðir ekki að dvelja lengi við þetta. Nú eru tveir mik­il­væg­ir vináttu­leik­ir í sum­ar og síðan undan­keppni HM

...