Mik­il­vægt er að til­lög­ur um hagræðingu í rík­is­rekstri séu rædd­ar af ábyrgð og í sam­hengi við stefnu­mörk­un í rík­is­fjár­mál­um þar sem bæði er horft á tekj­ur og út­gjöld. Þetta seg­ir í álykt­un miðstjórn­ar Alþýðusam­bands Íslands um þær form­legu til­lög­ur…
Vinnumarkaður Mörgu er að sinna.
Vinnu­markaður Mörgu er að sinna. — Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi

Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

sbs@mbl.is

Mik­il­vægt er að til­lög­ur um hagræðingu í rík­is­rekstri séu rædd­ar af ábyrgð og í sam­hengi við stefnu­mörk­un í rík­is­fjár­mál­um þar sem bæði er horft á tekj­ur og út­gjöld. Þetta seg­ir í álykt­un miðstjórn­ar Alþýðusam­bands Íslands um þær form­legu til­lög­ur til sparnaðar sem fram eru komn­ar eft­ir að leitað var til al­menn­ings um hug­mynd­ir sem bár­ust í þúsunda­vís.

ASÍ seg­ir að sum­ar þær til­lög­ur sem starfs­hóp­ur­inn hef­ur kynnt séu hápóli­tísk­ar, hafi áður verið sett­ar fram af hálfu hags­munaaðila og vand­séð að þær þjóni boðuðum til­gangi. Þá sé sumt af því sem fram hafi komið lítt út­fært, illa rök­stutt og for­send­ur um mat á sparnaði óljós­ar. Sér­stak­lega vík­ur ASÍ þarna að vinnu­markaðsmá­l­um og hug­mynd­um um breyt­ing­ar á rétt­ind­um op­in­berra starfs­manna sem sagðar eru komn­ar frá sam­tök­um at­vinnu­rek­enda.

„Miðstjórn mót­mæl­ir því harðlega að slík­ar til­lög­ur, sem

...