
„Ég er enn með „götsið“, og á meðan það er til staðar og ég trúi að ég geti unnið, þá held ég áfram,“ segir hinn magnaði afreksíþróttamaður Sigurbjörn Bárðarson í Dagmálum í dag. Hann segir breytingar hafa orðið á ræktunarstarfi íslenska hestsins. Áður fyrr voru menn hver í sínu horni að rækta upp ólík einkenni og skapgerðir. Í dag er ræktunarstarfið orðið einsleitara og allir að leita í sömu genin.
Fram undan er heimsmeistaramót íslenska hestsins í Sviss í ágúst. Frábær árangur náðist á síðustu heimsleikum en brekkan verður sífellt brattari. Sigurbjörn horfir þó á fjóra titla í Sviss til að hann verði ánægður.
Það er eldmóður í knapanum þegar hann ræðir um íslenska hestinn. Hann er uppfullur lotningar og aðdáunar á hestinum sem hann heldur fram að hafi haldið lífi í þjóðinni og verið þarfasti þjónninn á árum áður. Risið svo úr því hlutverki til að verða sporthestur sem þúsundir Íslendinga njóta
...