Landsliðseinvaldur Sigurbjörn Bárðarson, landsliðsþjálfari í hestaíþróttum.
Landsliðsein­vald­ur Sig­ur­björn Bárðar­son, landsliðsþjálf­ari í hestaíþrótt­um.

„Ég er enn með „götsið“, og á meðan það er til staðar og ég trúi að ég geti unnið, þá held ég áfram,“ seg­ir hinn magnaði af­reksíþróttamaður Sig­ur­björn Bárðar­son í Dag­mál­um í dag. Hann seg­ir breyt­ing­ar hafa orðið á rækt­un­ar­starfi ís­lenska hests­ins. Áður fyrr voru menn hver í sínu horni að rækta upp ólík ein­kenni og skap­gerðir. Í dag er rækt­un­ar­starfið orðið eins­leit­ara og all­ir að leita í sömu genin.

Fram und­an er heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins í Sviss í ág­úst. Frá­bær ár­ang­ur náðist á síðustu heims­leik­um en brekk­an verður sí­fellt bratt­ari. Sig­ur­björn horf­ir þó á fjóra titla í Sviss til að hann verði ánægður.

Það er eld­móður í knap­an­um þegar hann ræðir um ís­lenska hest­inn. Hann er upp­full­ur lotn­ing­ar og aðdá­un­ar á hest­in­um sem hann held­ur fram að hafi haldið lífi í þjóðinni og verið þarf­asti þjónn­inn á árum áður. Risið svo úr því hlut­verki til að verða sport­hest­ur sem þúsund­ir Íslend­inga njóta

...