
Viðtal
Ólafur Pálsson
oap@mbl.is
Seðlabankinn tók að prenta peninga eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að enn fari öll viðskipti á Íslandi fram í gegnum alþjóðleg kortafyrirtæki og þess vegna hafi verið algjörlega nauðsynlegt að bankinn ætti þessa seðla.
Aðspurður segir Ásgeir að ekki verði gefið upp hversu mikið hafi verið prentað eða hvað bankinn eigi mikið af pappírsseðlum.
„Þeir eru bara komnir í hús og það er búið að prenta þá en allir seðlabankar eru núna að prenta og sem betur fer vorum við bara á undan í röðinni.“
Hann segir peningaseðla þjóðhagslega mikilvæga ef tæknin bregst og ef ekki verður hægt að
...