
Viðtal
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Umsvif íslenska verslunartæknifyrirtækisins Smartgo hafa vaxið jafnt og þétt en á þessu ári standa vonir til að sprenging verði í notkun þeirra fyrirtækja sem nota kerfið sem Smartgo hefur þróað.
Sérstaða Smartgo felst í því að hafa smíðað sölukerfi sem sniðið er að þörfum svokallaðra hringrásarverslana og umboðssöluverslana. Á undanförnum árum hefur fjöldi hringrásarverslana sprottið upp á Íslandi og virka þær alla jafna þannig að einstaklingur sem vill selja notaða muni tekur pláss í verslun á leigu og fær að stilla vörum sínum þar upp í tiltekinn tíma, en starfsmaður verslunarinnar annast afgreiðslu og þjónustu við viðskiptavini.
Umboðssöluverslanir virka með svipuðum hætti nema þar fær framleiðandi
...