Mik­il­vægt er að í mennta­kerf­inu verði að finna ein­hverja mæli­kv­arða á ár­ang­ur. Þetta seg­ir Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri. Morg­un­blaðið og mbl.is hafa und­an­farið ár fjallað ít­ar­lega um skóla­kerfið á Íslandi, skort á sam­ræmd­um mæli­kvörðum og óskýr­ar …

Mik­il­vægt er að í mennta­kerf­inu verði að finna ein­hverja mæli­kv­arða á ár­ang­ur. Þetta seg­ir Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri.

Morg­un­blaðið og mbl.is hafa und­an­farið ár fjallað ít­ar­lega um skóla­kerfið á Íslandi, skort á sam­ræmd­um mæli­kvörðum og óskýr­ar ein­kunn­ir grunn­skóla­barna, sem for­eldr­ar jafn­vel skilja ekki.

Sam­ræmt náms­mat hef­ur ekki verið fram­kvæmt í um fimm ár á Íslandi, að und­an­skildu alþjóðlega PISA-próf­inu. Þar hef­ur ár­ang­ur barna hér á landi farið hríðversn­andi í alþjóðleg­um sam­an­b­urði, svo mjög að talað hef­ur verið um neyðarástand í mála­flokkn­um.

Í kjöl­far um­fjöll­un­ar­inn­ar sem hófst síðasta sum­ar ákváðu skóla­yf­ir­völd að flýta inn­leiðingu svo­kallaðs mats­fer­ils, sem á að leysa gömlu sam­ræmdu könn­un­ar­próf­in af hólmi. Ef áætlan­ir ganga eft­ir verður fer­ill­inn inn­leidd­ur í öll­um grunn­skól­um á næsta

...