Mikilvægt er að í menntakerfinu verði að finna einhverja mælikvarða á árangur. Þetta segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Morgunblaðið og mbl.is hafa undanfarið ár fjallað ítarlega um skólakerfið á Íslandi, skort á samræmdum mælikvörðum og óskýrar einkunnir grunnskólabarna, sem foreldrar jafnvel skilja ekki.
Samræmt námsmat hefur ekki verið framkvæmt í um fimm ár á Íslandi, að undanskildu alþjóðlega PISA-prófinu. Þar hefur árangur barna hér á landi farið hríðversnandi í alþjóðlegum samanburði, svo mjög að talað hefur verið um neyðarástand í málaflokknum.
Í kjölfar umfjöllunarinnar sem hófst síðasta sumar ákváðu skólayfirvöld að flýta innleiðingu svokallaðs matsferils, sem á að leysa gömlu samræmdu könnunarprófin af hólmi. Ef áætlanir ganga eftir verður ferillinn innleiddur í öllum grunnskólum á næsta
...