
Halldór Brynjar Ragnarsson fæddist 18. maí 1937. Hann lést 28. febrúar 2025.
Útför hans fór fram 14. mars 2025.
Halldór Brynjar var rótgróinn Hjalteyringur. Hann fæddist á Hjalteyri og vék ekki þaðan. Ekki fyrr en í hinstu för. Fyrir nokkrum árum hitti sá sem þetta ritar Brynjar í símabúðinni á Glerártorgi. Hafði þá ekki séð hann um árabil. Brynjar var óbreyttur. Auðþekktur og svaraði því til þegar hann var inntur eftir hvort hann væri fluttur til Akureyrar að það væri hann alls ekki. Hann byggi á Hjalteyri eins og hann hafði alltaf gert og ekkert annað væri fram undan. Hjalteyringur eins og alltaf. Hafði aðeins brugðið sér í bæjarferð til að athuga um nýjan síma.
Brynjar lifði af því sem Hjalteyrin gaf. Hann var fæddur inn í síldarævintýri liðinnar aldar. Fæddur sama ár og síldarverksmiðjan var reist
...