Hall­dór Brynj­ar Ragn­ars­son fædd­ist 18. maí 1937. Hann lést 28. fe­brú­ar 2025.

Útför hans fór fram 14. mars 2025.

Hall­dór Brynj­ar var rót­gró­inn Hjalteyr­ing­ur. Hann fædd­ist á Hjalteyri og vék ekki þaðan. Ekki fyrr en í hinstu för. Fyr­ir nokkr­um árum hitti sá sem þetta rit­ar Brynj­ar í síma­búðinni á Gler­ár­torgi. Hafði þá ekki séð hann um ára­bil. Brynj­ar var óbreytt­ur. Auðþekkt­ur og svaraði því til þegar hann var innt­ur eft­ir hvort hann væri flutt­ur til Ak­ur­eyr­ar að það væri hann alls ekki. Hann byggi á Hjalteyri eins og hann hafði alltaf gert og ekk­ert annað væri fram und­an. Hjalteyr­ing­ur eins og alltaf. Hafði aðeins brugðið sér í bæj­ar­ferð til að at­huga um nýj­an síma.

Brynj­ar lifði af því sem Hjalteyr­in gaf. Hann var fædd­ur inn í síld­ar­æv­in­týri liðinn­ar ald­ar. Fædd­ur sama ár og síld­ar­verk­smiðjan var reist

...