
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Við viljum að lyftan verði komin í turninn áður en árið er úti,“ segir Daníel Ágúst Gautason, prestur við Lindakirkju í Kópavogi. Meðal safnaðarins þar stendur nú yfir söfnun á fé til kaupa og uppsetningar á turni kirkjunnar. Guðshúsið var tekið í notkun árið 2008 og fékk lokavígslu á aðventu 2014. Turninn er þó enn ófrágenginn að innan og lyftustokkurinn stendur auður. Úr því er ríkur vilji til að bæta.
Þá er allt í myndinni
Turnar í borgum um allan heim eru táknmyndir. Kirkjur eru það líka: ljósmyndurum finnst stundum að myndir til dæmis af borgum og bæjum séu ekki með því sem þarf nema kirkjan sé þar líka. Ef slíkt er fengið, þá er allt í myndinni!
„Babelturninn
...