„Við vilj­um að lyft­an verði kom­in í turn­inn áður en árið er úti,“ seg­ir Daní­el Ágúst Gauta­son, prest­ur við Linda­kirkju í Kópa­vogi. Meðal safnaðar­ins þar stend­ur nú yfir söfn­un á fé til kaupa og upp­setn­ing­ar á turni kirkj­unn­ar
Kirkja Guðshúsið gnæfir og í baksýn eru fjölbýlishúsin í Salahverfi.
Kirkja Guðshúsið gnæf­ir og í bak­sýn eru fjöl­býl­is­hús­in í Sala­hverfi. — Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi

Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

sbs@mbl.is

„Við vilj­um að lyft­an verði kom­in í turn­inn áður en árið er úti,“ seg­ir Daní­el Ágúst Gauta­son, prest­ur við Linda­kirkju í Kópa­vogi. Meðal safnaðar­ins þar stend­ur nú yfir söfn­un á fé til kaupa og upp­setn­ing­ar á turni kirkj­unn­ar. Guðshúsið var tekið í notk­un árið 2008 og fékk loka­vígslu á aðventu 2014. Turn­inn er þó enn ófrá­geng­inn að inn­an og lyftu­stokk­ur­inn stend­ur auður. Úr því er rík­ur vilji til að bæta.

Þá er allt í mynd­inni

Turn­ar í borg­um um all­an heim eru tákn­mynd­ir. Kirkj­ur eru það líka: ljós­mynd­ur­um finnst stund­um að mynd­ir til dæm­is af borg­um og bæj­um séu ekki með því sem þarf nema kirkj­an sé þar líka. Ef slíkt er fengið, þá er allt í mynd­inni!

„Babelt­urn­inn

...