
Hermann Nökkvi Gunnarsson
hng@mbl.is
Guðmundur Ingi Kristinsson, nýr mennta- og barnamálaráðherra, tók við lyklunum að ráðuneytinu í gær í kjölfar síns fyrsta ríkisráðsfundar.
„Ég ætla að afhenda þér þetta lyklakort að ráðuneytinu og óska þér innilega góðs gengis. Hlakka til að starfa mér þér og við öll hérna í ráðuneytinu,“ sagði Erna Kristín Blöndal ráðuneytisstjóri er hún rétti Guðmundi lyklana og blómvönd.
Athygli vakti að Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra, mætti ekki til að afhenda lyklana eins og hefð er fyrir. Hún tjáði sig ekki við fjölmiðla er hún mætti á Bessastaði í gær og þá yfirgaf hún húsið með því að fara út bakdyramegin.
Guðmundur svaraði nokkrum spurningum er hann tók við lyklunum en hann kvaðst mjög spenntur fyrir nýja starfinu. Hann sagðist aðspurður myndu skoða hvort samræmd próf yrðu tekin upp aftur og að
...