Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, nýr mennta- og barna­málaráðherra, tók við lykl­un­um að ráðuneyt­inu í gær í kjöl­far síns fyrsta rík­is­ráðsfund­ar. „Ég ætla að af­henda þér þetta lykla­kort að ráðuneyt­inu og óska þér inni­lega góðs geng­is
Ráðuneyti Guðmundur Ingi tekur við lyklunum og blómvendi.
Ráðuneyti Guðmund­ur Ingi tek­ur við lykl­un­um og blóm­vendi. — Morg­un­blaðið/Ó​laf­ur Árdal

Her­mann Nökkvi Gunn­ars­son

hng@mbl.is

Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, nýr mennta- og barna­málaráðherra, tók við lykl­un­um að ráðuneyt­inu í gær í kjöl­far síns fyrsta rík­is­ráðsfund­ar.

„Ég ætla að af­henda þér þetta lykla­kort að ráðuneyt­inu og óska þér inni­lega góðs geng­is. Hlakka til að starfa mér þér og við öll hérna í ráðuneyt­inu,“ sagði Erna Krist­ín Blön­dal ráðuneyt­is­stjóri er hún rétti Guðmundi lykl­ana og blóm­vönd.

At­hygli vakti að Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, fyrr­ver­andi mennta- og barna­málaráðherra, mætti ekki til að af­henda lykl­ana eins og hefð er fyr­ir. Hún tjáði sig ekki við fjöl­miðla er hún mætti á Bessastaði í gær og þá yf­ir­gaf hún húsið með því að fara út bak­dyra­meg­in.

Guðmund­ur svaraði nokkr­um spurn­ing­um er hann tók við lykl­un­um en hann kvaðst mjög spennt­ur fyr­ir nýja starf­inu. Hann sagðist aðspurður myndu skoða hvort sam­ræmd próf yrðu tek­in upp aft­ur og að

...