Norður­lönd­in eru okk­ar nán­ustu sam­starfsaðilar í Evr­ópu og mik­il­vægt er að Ísland sé virk­ur þátt­tak­andi í nor­rænu varn­ar­sam­starfi.
Bryndís Haraldsdóttir
Bryn­dís Har­alds­dótt­ir

Bryn­dís Har­alds­dótt­ir

Ég heim­sótti Litáen á dög­un­um í til­efni af 35 ára sjálf­stæðisaf­mæli lands­ins. Þakk­læti litáísku þjóðar­inn­ar í garð Íslend­inga fyr­ir að hafa viður­kennt sjálf­stæði henn­ar, fyrst­ir þjóða, er enn mikið og snerti mig djúpt. Alþingi, á litla Íslandi, spilaði stórt hlut­verk í sögu lands­ins. Ég mun seint gleyma þeirri stund er við sát­um í gamla þingsaln­um í Viln­íus og hl­ustuðum á þau sem börðust fyr­ir sjálf­stæði Litáen þakka Íslend­ing­um fyr­ir, frá sín­um innstu hjartarót­um. Þessi stund minnti mig á mik­il­vægi þess að standa ávallt með þeim sem berj­ast fyr­ir frelsi og ekki síst hversu stórt hlut­verk lítið land eins og Ísland get­ur leikið í stór­um og mik­il­væg­um mál­um.

Á fund­um sem ég átti með þing­for­set­um Eystra­salts­ríkj­anna, Pól­lands, Finn­lands og Úkraínu sner­ust umræður óhjá­kvæmi­lega um þá ógn sem Evr­ópa stend­ur frammi fyr­ir í dag. Það

...