
Bryndís Haraldsdóttir
Ég heimsótti Litáen á dögunum í tilefni af 35 ára sjálfstæðisafmæli landsins. Þakklæti litáísku þjóðarinnar í garð Íslendinga fyrir að hafa viðurkennt sjálfstæði hennar, fyrstir þjóða, er enn mikið og snerti mig djúpt. Alþingi, á litla Íslandi, spilaði stórt hlutverk í sögu landsins. Ég mun seint gleyma þeirri stund er við sátum í gamla þingsalnum í Vilníus og hlustuðum á þau sem börðust fyrir sjálfstæði Litáen þakka Íslendingum fyrir, frá sínum innstu hjartarótum. Þessi stund minnti mig á mikilvægi þess að standa ávallt með þeim sem berjast fyrir frelsi og ekki síst hversu stórt hlutverk lítið land eins og Ísland getur leikið í stórum og mikilvægum málum.
Á fundum sem ég átti með þingforsetum Eystrasaltsríkjanna, Póllands, Finnlands og Úkraínu snerust umræður óhjákvæmilega um þá ógn sem Evrópa stendur frammi fyrir í dag. Það
...