„Þetta er þungt. Við þurf­um að bæta okk­ur á öll­um sviðum, líka í ein­földu hlut­un­um. Fyrsti bolti, seinni bolti. Kó­sovó vann þetta sann­gjarnt, við þurf­um að átta okk­ur á því. Það eru tveir leik­ir í sum­ar þar sem við þurf­um að slípa margt …
Aron Einar Gunnarsson
Aron Ein­ar Gunn­ars­son

„Þetta er þungt. Við þurf­um að bæta okk­ur á öll­um sviðum, líka í ein­földu hlut­un­um. Fyrsti bolti, seinni bolti. Kó­sovó vann þetta sann­gjarnt, við þurf­um að átta okk­ur á því.

Það eru tveir leik­ir í sum­ar þar sem við þurf­um að slípa margt sam­an,“ sagði reynslu­bolt­inn Aron Ein­ar Gunn­ars­son í sam­tali við Morg­un­blaðið eft­ir tapið í gær­kvöldi.

Aron Ein­ar kom inn á í hálfleik en fékk tvö gul spjöld á fyrstu 25 mín­út­um hálfleiks og þar af leiðandi rautt.

„Mér fannst lítið á þetta, vægt til orða tekið. Ég vinn bolt­ann í fyrra at­vik­inu, hann spark­ar upp í löpp­ina á mér og ég fæ gult spjald. Í seinna at­vik­inu tog­ar hann í treyj­una mína og tog­ar mig niður og læt­ur sig síðan detta. Það seg­ir sig svo­lítið sjálft.

Mér fannst þetta ósann­gjarnt rautt spjald en ég kem mér í þessa aðstöðu. Ég fæ rautt spjald og skil strák­ana eft­ir tíu og ég þarf að bera ábyrgð á því. Þungt, svekkj­andi og allt það en ég hef verið

...