
Elías Elíasson
Hvert sem litið er í heiminum finnur maður einhver ráðandi trúarbrögð sem skilgreina grunngildi samfélagsins og móta alla lagasetningu. Trúin tryggir einsleitni grunngildanna þannig að þeir siðir sem fólk fer eftir í samskiptum sínum og tryggja samheldni samfélagsins séu eins hvar sem einstaklingurinn haslar sér völl. Þessi grunngildi og siði þarf að temja börnum löngu áður en þau læra að beita eða taka rökum. Trúin er sterkasta aflið sem við höfum til að bera þessa góðu siði milli kynslóða. Hér hefur kristnin haft þetta hlutverk og ekki hægt að segja annað en að hin kristnu gildi hafi reynst þjóðinni vel.
Um trú og trúarþörf
Samkeppni ríkir milli einstaklinga og eiginhagsmunir ráða miklu um gerðir þeirra. Hins vegar hlýtur samfélag sem byggt er upp af einstaklingum sem láta samkeppnina við aðra alfarið
...