Gildi trú­ar­inn­ar stuðla að sam­heldni sem þarf til að stand­ast þau ófyr­ir­sjá­an­legu áföll sem tím­inn fær­ir fyrr eða síðar.
Elías Elíasson
Elías Elías­son

Elías Elías­son

Hvert sem litið er í heim­in­um finn­ur maður ein­hver ráðandi trú­ar­brögð sem skil­greina grunn­gildi sam­fé­lags­ins og móta alla laga­setn­ingu. Trú­in trygg­ir eins­leitni grunn­gild­anna þannig að þeir siðir sem fólk fer eft­ir í sam­skipt­um sín­um og tryggja sam­heldni sam­fé­lags­ins séu eins hvar sem ein­stak­ling­ur­inn hasl­ar sér völl. Þessi grunn­gildi og siði þarf að temja börn­um löngu áður en þau læra að beita eða taka rök­um. Trú­in er sterk­asta aflið sem við höf­um til að bera þessa góðu siði milli kyn­slóða. Hér hef­ur kristn­in haft þetta hlut­verk og ekki hægt að segja annað en að hin kristnu gildi hafi reynst þjóðinni vel.

Um trú og trú­arþörf

Sam­keppni rík­ir milli ein­stak­linga og eig­in­hags­mun­ir ráða miklu um gerðir þeirra. Hins veg­ar hlýt­ur sam­fé­lag sem byggt er upp af ein­stak­ling­um sem láta sam­keppn­ina við aðra al­farið

...