Bessastaðir Athygli vakti að ríkisstjórnin lét ekki mynda sig á tröppum Bessastaða, eins og hefð er fyrir þegar ráðherraskipti verða hjá ríkisstjórnum.
Bessastaðir At­hygli vakti að rík­is­stjórn­in lét ekki mynda sig á tröpp­um Bessastaða, eins og hefð er fyr­ir þegar ráðherra­skipti verða hjá rík­is­stjórn­um. — Morg­un­blaðið/Ó​laf­ur Árdal

Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son var skipaður mennta- og barna­málaráðherra í gær af Höllu Tóm­as­dótt­ur for­seta Íslands á rík­is­ráðsfundi. Var hann skipaður á seinni rík­is­ráðsfundi gær­dags­ins, en á þeim fyrri veitti for­seti Ásthildi Lóu Þórs­dótt­ur lausn frá hinu sama ráðherra­embætti.

Eins og kunn­ugt er sagði Ásthild­ur Lóa af sér sem mennta- og barna­málaráðherra í kjöl­far þess að Rúv. sagði frá því að hún hefði átt barn með 16 ára tán­ings­pilti þegar hún var sjálf 22 ára.

Guðmund­ur Ingi sagði það leggj­ast vel í sig að taka við embætt­inu en hann hefði þó viljað gera það við betri aðstæður.

„Ég vil senda kær­leikskveðju til henn­ar og fjöl­skyldu henn­ar. Því miður, þá er leitt að þetta skuli bera að svona en hún hef­ur verið með mörg góð mál­efni í gangi og ég mun taka við þeim og reyna að koma

...