
Hermann Nökkvi Gunnarsson
hng@mbl.is
Tveir ríkisráðsfundir voru haldnir í röð í gær þar sem Halla Tómasdóttir forseti Íslands veitti Ásthildi Lóu Þórsdóttur lausn sem mennta- og barnamálaráðherra og Guðmundur Ingi Kristinsson kom inn í ríkisstjórnina í stað hennar.
Blaðamaður Morgunblaðsins var á vettvangi og náði að ræða stuttlega við ráðherra.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra kvaðst aðspurð spennt fyrir frekara samstarfi við Guðmund Inga. Sagði hún að ekki væri gert ráð fyrir stefnubreytingu innan málaflokksins heldur að unnið yrði frá „sterkum stjórnarsáttmála“.
Hefur þetta mál haft áhrif á stjórnarsamstarfið?
„Þetta hefur auðvitað áhrif á
...