Það er okk­ar að standa á móti markaðssetn­ingu áfeng­isiðnaðar­ins til að ná heims­mark­miðum Sam­einuðu þjóðanna fyr­ir 2030 og draga úr notk­un áfeng­is.
Aðalsteinn Gunnarsson
Aðal­steinn Gunn­ars­son

Aðal­steinn Gunn­ars­son

Áfeng­isiðnaður­inn græðir svo gríðarlega mikið á vímu­efna­sölu krabba­meinsvald­andi vöru að hann get­ur leyft sér und­ir­boð til að auka söl­una. Þessi teg­und markaðssetn­ing­ar snýst um að bjóða vör­ur sín­ar á und­ir­verði til að ná til neyt­enda og gera þá háða. Áfengi er ávana­bind­andi og veld­ur áfeng­is­rösk­un 7%-14% þeirra sem byrja að nota það. Ég fer ekki hérna ofan í all­ar af­leiðing­ar áfeng­is­notk­un­ar en þær hindra vel­ferð og þróun hvar og hvernig sem það er notað.

Þokka­leg sátt hef­ur ríkt um áfengis­einka­sölu­fyr­ir­komu­lagið hjá ÁTVR. All­ar op­in­ber­ar stofn­an­ir á alþjóðavísu sem tengj­ast lýðheilsu mæla með tak­mörkuðu aðgengi, háu verði og að markaðssetn­ing sé óleyfi­leg. Horft er til for­varna okk­ar á Íslandi sem góðrar aðferðar sem ætti að taka upp víðar í heim­in­um. Áfeng­isiðnaður­inn er óarga­dýr (predator) í sam­fé­lagi okk­ar, þó

...