
Aðalsteinn Gunnarsson
Áfengisiðnaðurinn græðir svo gríðarlega mikið á vímuefnasölu krabbameinsvaldandi vöru að hann getur leyft sér undirboð til að auka söluna. Þessi tegund markaðssetningar snýst um að bjóða vörur sínar á undirverði til að ná til neytenda og gera þá háða. Áfengi er ávanabindandi og veldur áfengisröskun 7%-14% þeirra sem byrja að nota það. Ég fer ekki hérna ofan í allar afleiðingar áfengisnotkunar en þær hindra velferð og þróun hvar og hvernig sem það er notað.
Þokkaleg sátt hefur ríkt um áfengiseinkasölufyrirkomulagið hjá ÁTVR. Allar opinberar stofnanir á alþjóðavísu sem tengjast lýðheilsu mæla með takmörkuðu aðgengi, háu verði og að markaðssetning sé óleyfileg. Horft er til forvarna okkar á Íslandi sem góðrar aðferðar sem ætti að taka upp víðar í heiminum. Áfengisiðnaðurinn er óargadýr (predator) í samfélagi okkar, þó
...